Flestir bílar á Íslandi og Ítalíu miðað við höfðatölu

Í norska blaðinu Bileiere Norege kemur fram að á Íslandi og á Ítalíu eiga íbúar þessara landa flestar bifreiðar miðað við höfðatölu. 1,6 einstaklingur er á hvern bíl í þessum löndum.

Í Evrópu eru 2,4 að meðaltali um hvern bíl. Margt annað áhugavert kemur fram í þessari skýrslu sem Opplysningsrådet for Veitrafikken (OFV) tók saman og var unnin árið 2015.

3,7 einstaklingar eru um hverja bifreið í Ameríku og í Afríku eru 45 um hverja bifreið. Indverjar eru sér á báti í þessum efnum en þar eru 58,5 einstaklingar um hverja bifreið.

Finnar koma í öðru sætinu þegar Norðurlandaþjóðirnar eru skoðaðar betur. Þar eru eru 1,9 um hverja bifreið. Í Noregi eru 2,1 á hvern bíl, Svíþjóð 2,2 og í Danmörku eru eru 2,5 um hverja bifreið.

Þess má til fróðleiks geta að árið 1926 voru um 140 einstaklingar um hverja bifreið í Noregi. Einkabifreiðar eru rúmlega 2,5 milljónir í Noregi í dag og leiða í þeim efnum á Norðurlöndunum.