Fólksbílar í árslok voru tæp 270 þúsund

Skrásett ökutæki í árslok 2020 voru rúmlega 329 þúsund talsins, þar af voru bifreiðar 315 þúsund. Fjöldi fólksbifreiða stóð svo að segja í stað í samanburði við fyrra ár. Hópbifreiðum fækkaði hins vegar um 89 á sama tíma og vélhjólum fjölgaði um 605. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Þegar hins vegar rýnt er í talnagögn frá Samöngustofu kemur fram að fólksbílar í árslok 2020 voru alls 269.615. Bensínbílar voru 156.335 og dísilbílar 88.209. Bensín/raftengilbílar voru í árslok alls 9.658, bensín/rafmagn 6.597 og rafmagnsbílar 6.271.

Meðalakstur fólksbifreiða á ári er um 12.665 km. Fólksbílar á hverja eitt þúsund íbúa er um 750.