Ford innkallar 144 þúsund F-150 pallbíla

Ford Motor Co hefur tilkynnt um innköllun á um 144.000 F-150 pallbílum í Bandaríkjunum og Kanada. Hún nær til 2005 og 2006 árgerða bílsins. Hætta er talin á að skammhlaup geti orðið og stýrisloftpúðinn þar með sprungið út fyrirvaralaust.

Í tilkynningu frá Ford segir að mistök hafi orðið í samsetningu bílanna hjá fyrri dagvakt í verksmiðjunni í Norfolk í Virginíu. Mistökin leitt gætu til þess að stýrisloftpúðinn springi fyrirvaralaust út. Kvartanir hafi borist vegna þessa. Í flestum tilfellum hafi loftpúðinn sprungið fáum sekúndum eftir að bílarnir voru gangsettir.

Bílarnir sem um ræðir voru byggðir frá 1. nóvember 2004 til 30. júní 2005. Alls hefur Ford nú innkallað meir en eina milljón bíla það sem af er árinu. Á öllu síðasta ári innkallaði Ford 600 þúsund bíla.

Ford F-150 pallbíllinn er söluhæsti bíll í Bandaríkjunum og hefur verið um árabil.