Ford innkallar 226.000 bíla í N-Ameríku

The image “http://www.fib.is/myndir/2005-Ford-Five-Hundred.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ford Five Hundred 2005.
Ford er að innkalla 226.000 bíla í Bandaríkjunum og Kanada vegna brunahættu að því er segir í frétt á vef CNN sjónvarpsstöðvarinnar sem sjá má hérna.
Bílarnir sem um ræðir eru Ford Five Hundred stallbakur, Ford Freestyle, Ford Crown Victoria, Lincoln Town car, Mercury Grand Marquis og Montego. Allir eru þeir af árgerð 2005.
Gallinn í bílunum er sá að stálbönd sem halda bensíngeymum þessara bíla geta hrokkið í sundur. Við það fellur bensíngeymirinn niður á púströrið eða alla leið niður í götuna. Við þetta getur eldur hugsanlega kviknað.