Ford innkallar 3,8 milljónir bíla

Ford bílaframleiðandinn sendi í gær 7. september frá sér yfirlýsingu um innköllun á 3,8 milljónum ökutækja. Um er að ræða bíla af gerðunum Ford F-150 pick-up, Ford Expedition, Ford Bronco og Lincoln Navigator, árgerðir 1994-2002.

Ástæðan er sögð sambandsleysi í tengingum sjálfvirkra hraðastilla (cruise control) sem getur valdið íkveikju.  Í yfirlýsingunni er sagt að haft verði samband við eigendur þeirra bíla sem taldir eru gallaðir á næstu dögum.

Ford eigendum á Íslandi sem eiga bíla af ofantöldum gerðum er ráðlagt að hafa samband við Brimborg, Ford umboðið á Íslandi, í síma 515-7000.