Ford innkallar 4,5 milljónir bíla

Þann 26. október sl. hóf Ford að innkalla hvorki meira né minna en 4,5 milljónir bíla sem byggðir voru á árunum 1992 til 2003. Ástæða þessarar innköllunar er sjálfvirkur straumrofi frá undirframleiðandanum Texas Instruments tengdur skriðstilli bílanna og sem getur valdið bruna í bílunum. Skýrslur fyrirfinnast um 550 bruna í Ford Windstar sem orðið hafa. Því eru innkallaðir Windstar bílar 1,1 milljón. Það er Auto Motor & Sport sem greinir frá þessu.

 Innköllun á 4,5 milljónum bíla hljómar vissulega gríðarlega umfangsmikið mál en staðreyndin er þó sú að hún er einungis brot af innköllunarverkefni  hjá Ford sem staðið hefur frá árinu 1999 og nær til samtals 14,1 milljónar bíla. Það er í heild sinni stærsta innköllunarverkefni í bandarískri bílasögu nokkru sinni.

 Þessi straumrofi sem um er að ræða tengist skriðstilli bílanna. Hann á það til að ofhitna. Oftast gerist lítið annað en það að reykur kemur frá rofanum en dæmi eru um að íkveikja hafi orðið. Rofinn er frá undirframleiðandanum Texas Instruments. Vandamálið uppgötvaðist reyndar árið 1999. Á árunum 1999 til 2008 hefur Ford innkallað 9,6 milljón bíla af ýmsum ástæðum. Samningaviðræður hafa staðið um nokkurn tíma milli Ford og umferðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, National Highway Traffic Safety Administration (NHTSA). Þær hafa nú leitt til þess að Ford samþykkir að innkalla 1,1 milljón Ford Windstar bíla og 3,8 milljónir bíla af öðrum gerðum, enda þótt ekki séu skjalfest dæmi um bruna í þeim.

Þeir bílar sem innköllunin nær til

 Econoline / 92-03 / 742.688

Excursion (diesel) / 00-03 / 36.624

Explorer / 95-02 / 1.020.343

Mountaineer / 97-02 / 107.546

F-Series Super Duty (diesel) / 93-97 och 99-03 / 1.095.019

F53 Motorhome / 1994 / 7.308

Ranger / 95-97 och 01-03 / 355.181

Windstar / 95-03 / 1.102.389

 Samtals: 4.467.098