Formúla 1 í Tyrklandi um hvítasunnuna

http://www.fib.is/myndir/Formuluferrari.jpg

FIA - alþjóðasamband bifreiðaeigenda- og akstursíþróttafélaga hefur skipað Ólaf Kr. Guðmundsson varaformann FÍB og verkefnisstjóra EuroRAP á Íslandi, dómara á Formúlu 1 keppninni í Tyrklandi. Keppnin fer fram um hvítasunnuhelgina, 10. og 11. maí næstkomandi. .

Þetta verður í annað skiptið sem Ólafur dæmir í Formúlu 1 í Tyrklandi en hann var dómari á þessum sama keppnisstað í ágúst í fyrra. að vanda verða dómarar að mæta tveimur dögum fyrir keppni til að vera viðstaddir þegar skoðun fer fram á ökutækjum og búnaði. Þessi skoðun hefst að morgni fimmtudagsins 8. maí.

Að sögn Ólafs hefur fyrirkomulagi við dómgæslu í Formúlu 1 verið breytt á þann veg að ekki verður lengur fastadómari á öllum keppnisviðburðum eins og verið hefur undanfarin 2 ár. Önnnur breyting hefur verið gerð og lýtur hún að vali á dómurum. Hún er sú að nú vera dómarar eingöngu að koma frá löndum sem ekki eru með keppendur í Formulu 1. Þannig verður FIA að skipa sífellt nýtt og nýtt dómarateymi fyrir hvern keppnisviðburð. Til að viðhalda og gæta samræmis milli einstakra keppnisviðburða verður skipaður sérstakur ráðgjafi dómaranna, sem á að vera þeim til halds og trausts á hverju móti.

Formúlu 1 keppnin í Tyrklandi er sú áttunda sem Ólafur dæmir. Sú fyrsta sem hann dæmdi var á Monza brautinni á Ítalíu árið 2001. GP2 mótaröðin verður eins og í fyrra, haldin samhliða Formulu 1 og munu Formúlu 1 dómararnir dæma einnig í henni. GP2 keppni verður þannig í Tyrklandi samhliða Formúlunni og mun Ólafur því dæma í henni einnig. l

Undanfarin 15 ár hefur Ólafur hátt í 30 sinnum verið dómari í margri alþjóðlegri aksturskeppni, ekki bara í Formúlu 1 og GP2 heldur einnig í Formúlu 3000, Grand Touring og í Evrópumeistaramótinu í ralli.

http://www.fib.is/myndir/Formuluoli1.jpghttp://www.fib.is/myndir/Formuluoli2.jpg
Hér birtast tvær myndir frá Formúlu 1 í Tyrklandi í fyrra. Með Ólafi á annarri þeirra er Tony Scott Andrews, en hann hefur verið fastadómari FIA undanfarin 2 ár.