Formúlufeðgar í óhöppum

http://www.fib.is/myndir/Lewisfedgar.jpg
Feðgarnir Lewis og Anthony Hamilton.

Það gengur ýmislegt á afturfótunum hjá feðgunum Lewis Hamilton, undrabarni Formúlunnar og föður hans, Anthony  um þessar mundir. Lewis ók aftan á Ferraribíl Kimmi Raikkonens í Kaanadaformúlunni um helgina síðustu og nokkrum dögum áður missti karl faðir hans, Anthony, stjórn á Porsche Carrera GT sem hann hafði fengið lánaðan í reynsluakstur og þrumaði á honum gegn um limgerði umhvefis garð nágrannans.

Breskum bílablaðamönnum finnst eftir óhapp Anthonys fremur ólíklegt að drengurinn Lewis hafi erft ökuhæfiileika sína frá föður sínum. Anthony hafði fengið lánaðan Porsche Carrera GT til að  aka smá rúnt um heimabæinn Tewin, skammt norðan við London. Það fór ekki betur en svo að  karl missti stjórn á bílnum í aflíðandi beygju á vegi inni í íbúðahverfi því sem hann býr í og æddi í gegn um limgerði og inn í garð hjá nágranna sínum við lítinn fögnuð eiganda hússins og enn minni hjá eiganda bílsins.

-Þetta er fyrsta óhappið mitt í 30 ár. Mér þykir fyrir þvi að hafa skemmt limgerðið og bílinn en sem betur fer meiddist enginn og það er fyrir mestu,- sagði Anthony við Daily Mail eftir óhappið.