Fórnarlamba umferðarslysa minnst

Árleg­ur alþjóðleg­ur minn­ing­ar­dag­ur um fórn­ar­lömb um­ferðarslysa var hald­inn í gær og í ár var sér­stök áhersla lögð á fyrstu viðbrögð á slysstað og neyðar­hjálp.

Til­gang­ur með deg­in­um er að minn­ast þeirra sem lát­ist hafa í um­ferðinni, leiða hug­ann að ábyrgð hvers og eins í um­ferðinni og ekki síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björg­un.

Minn­ing­ar­at­hafn­ir voru haldn­ar hring­inn í kring­um landið af þessu til­efni og þar á meðal við þyrlupall bráðamót­töku Lands­spít­al­ans. Þar voru flutt ávörp og fórn­ar­lamba um­ferðaslysa var minnst með einn­ar mín­útu þögn.

Ein­kenn­islag dags­ins var lag KK, Kristjáns Kristjáns­son­ar, When I think of Ang­les, í flutn­ingi hans og Ell­en­ar syst­ur hans.

KK samdi lagið til minn­ing­ar um syst­ur þeirra sem lést í um­ferðarslysi í Banda­ríkj­un­um árið 1992. Lagið var flutt sam­tím­is á öll­um út­varps­stöðvum.

Minn­ing­ar­dag­ur­inn er alþjóðleg­ur und­ir merkj­um Sam­einuðu þjóðanna sem hafa til­einkað þriðja sunnu­dag í nóv­em­ber þess­ari minn­ingu. Um það bil 3.600 ein­stak­ling­ar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í um­ferðinni í heim­in­um á degi hverj­um. Það eru u.þ.b. 1,3 millj­ón­ir á einu ári.

Að minn­ing­ar­deg­in­um stóðu Sam­göngu­stofa, innviðaráðuneytið, Sjálfs­björg, Lands­björg, Neyðarlín­an, Lög­regl­an og Vega­gerðin.