Fornbílasafn í Reykjavík

The image “http://www.fib.is/myndir/GamlaMultipla.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Á föstudag tóku þeir Alfreð Þorsteinsson stórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og Sævar Pétursson formaður Fornbílaklúbbs Íslands fyrstu tvær skóflustungurnar að nýju fornbílasafni í Elliðaárdal í Reykjavík.
Húsið sem fornbílasafnið verður í verður 800 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum. Sjálft safnið verður á neðri hæðinni en félagsaðstaða Fornbílaklúbbs Íslands á þeirri efri.Reiknað er með að húsið verði tekið í notkun í byrjun árs 2007.