Forval í kjöri á bíl ársins ljóst

Kjör á bíl ársins verður kunngert í næsta mánuði en nú er ljóst hvaða þrír bílar eru komnir í úrslit í hverjum þeirra fimm flokka sem bílarnir eru flokkaðir í. Flokkarnir eru minni fólksbílar, stærri fólksbílar, jepplingar, jeppar og umhverfisvænir bílar. Það eru blaðamenn í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem standa að valinu sem fyrr. Alls voru 30 bílar í forvalinu og eiga þeir það sameiginlegt að vera bílar nýrrar kynslóðar eða glænýir bílar. 

Í flokki smærri fólksbíla eru komnir í úrslit bílarnir Citroën C4 Cactus, Mazda 2 og Skoda Fabia. Í flokki stærri fólksbíla er það Ford Mondeo, Skoda Superb og Volkswagen Passat. Í flokki jepplinga komust í úrslit bílarnir Mazda CX-3, Nissan X-Trail og Renault Kadjar. Í jeppaflokki eru í úrslitum Audi Q7, Land Rover Discovery Sport og Volvo XC-90. Í flokki umhverfisvænna bíla eru síðan Tesla Model S, Volkswagen E-Golf og Volkswagen Golf GTE. Lokaprófun á þessum bílum sem komnir eru í úrslit fer fram í byrjun næsta mánaðar og bíll ársins verður svo krýndur fljótlega í kjölfarið. 

https://scontent-ams3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-frc3/t31.0-8/1237326_505747802841413_1170609478_o.jpg

https://scontent-ams3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xpf1/v/t1.0-9/11890914_1100925726601469_8025088705892531345_n.jpg?oh=15250f309d5f52196f5b8138ecf728bf&oe=56829F54
Audi Q7 er í úrslitum í jeppaflokki.
Vélin er 3.0 V6 dísil og skilar 272 hö.
Þessi leggur sér sjálfur í stæði, beygir og bremsar fyrir þig úti á vegum,
er með night-vision myndavél, 3g og getur lesið fyrir þig sms og e-mail (Og margt fleira!)