Fræðslufundur um rafbíla

Fræðslufundur ON "Ég elska rafbílinn minn" er áhugaverður fyrir alla þá sem vilja vita meira um rafbíla og þróun á þeim markaði. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. mars kl. 12:00-13:00, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík.

Ef þú ert að hugsa um að fá þér rafbíl eða nýlega búin(n) að festa kaup á einum slíkum, ættirðu ekki að láta þennan fund framhjá þér fara. Skráning fer fram á FB-síðu Orku nátturunnar.

Þess má geta að skráðir raf- og tengiltvinnbílar á Íslandi eru á níunda þúsund talsins.  Fyrstu hlöður ON voru teknar í notkun í apríl 2014 en þá voru aðeins 94 rafbílar og 3 tengiltvinnbílar skráðir á Íslandi.