Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins hefur ekki áhyggjur af markaðnum

Septembermánuður var þriðji mesti í sölu bifreiða hér á landi frá 2008. Þegar hátt í tíu mánuðir eru liðnir af árinu hafa 16.400 bifreiðar verið seldar. Í samtali við Maríu Jónu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins í Morgunblaðinu í dag hefur hún ekki áhyggjur af markaðnum.

Það sem af er októbermánuði voru nýskráningar á bílum 435 og er búist við 200-300 nýskráningum til viðbótar áður en mánuðurinn er úti.

María Jóna segir ennfremur að það sé langur vegur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða og hún er ekki sammála því að að sala á nýjum bílum hafa dregist saman um 30% á síðustu vikum eins og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, hélt fram í síðustu viku.

Nýskráningar á rafmagnsbílum hefur aukist talsvert eða sem nemur 34% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Nýskráningum í tengitvinnbílum hefur aukist um 29%.