Framleiðsla á VW Polo frá Spáni til Slóvakíu

http://www.fib.is/myndir/VW_Polo_GTI__2006.jpg
VW Polo GTI

Þýskir fjölmiðlar greina frá því að hluti af framleiðslu Volkswagen Polo verði fluttur frá Navarra á Spáni til Bratislava í Slóvakíu.

Ekkert er greint frá ástæðum þessara flutninga en vitað er að undanfarið hafa verið hnökrar í starfseminni í Navarra sem leitt hafa til vinnutímastyttingar og óróa meðal starfsmannanna 4300.

Í þýskum fjölmiðlum eru getgátur um að þegar framleiðslan á VW Polo fer í gang í Bratislava verði verksmiðjan í Navarra tekin undir framleiðslu á nýjum VW smábíl eða –bílum.