Framleiðsla hafin á Model 3 í Kína

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla segir í tilkynningu að nú sé hafinn framleiðsla á Long Range Model 3 bílnum í verksmiðju fyrirtækisins í Shanghai í Kína. Viðskiptavinir ættu von á því að fá bílana afhenta eftir nokkra vikur.

Þá kom jaframt fram að verðið á bílnum yrði rúmar sjö milljónir íslenskar krónur. Reynt yrði að fremsta megni að bíllinn yrði ekki dýrari en kínversk stjórnvöld ætla að lækka niðurgreiðslur á rafknúnum ökutækjum í sumar. Hægt verður að fá ódýrari gerðina á töluvert lægra veðri.

Model 3 hefur fengið viðurkenningar í mörgum löndum og mest seldi bíllinn í Noregi og Hollandi um tíma á þessu ári. Salan á bílnum hefur farið vel af stað hér á landi.