Framtaki FÍB fagnað

http://www.fib.is/myndir/AccordUSA_litil.jpg
Vafi þykir leika á lögmæti þess að binda bílalánasamninga við gengi erlendra gjaldmiðla.

Hagsmunasamtök heimilanna fagna því að FÍB hafi krafið stjórnmálaflokkana um aðgerðir vegna gengistryggðra bílalána.

Í bréfi sem samtökin hafa skrifað FÍB segir m.a. að í nútíma samfélagi sé fjölskyldubifreið nauðsyn og stór hluti af rekstri hvers heimilis. Samtökin hvetja FÍB til að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna og fylgja málinu eftir af fulllum þunga með nákvæmri rannsókn á öllum liðum sem snerta samninga um bifreiðakaup og afnotaréttarsamninga gegn afgjaldi.

Hagsmunasamtök heimilanna telja mikinn vafa leika á lögmæti gengistryggðra veðlána og vitna m.a. til skýringa með 13. og 14. grein laga nr. 38 frá 2001. Í þeim segir  m.a. að ekki sé heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.