Framúrakstur vörubíla á hraðbrautum

The image “http://www.fib.is/myndir/Overtak.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Þann 1. september sl. tók gildi bann við framúrakstri vörubíla, stórra fólksflutningabíla og bíla með aftanívagna á enn fleiri köflum á danska hraðbrautakerfinu en áður. Alls eru þessir staðir nú 22 talsins. Bannið nær til vörubíla sem eru 3.500 kg að þyngd eða stærri. Þá nær það til allra bíla sem draga eftirvagna, hvort heldur það eru kerrur hverskonar eða húsvagnar.
Framúrakstursbannið hefur til þessa gilt frá mánudegi til föstudags frá kl sex að morgni til sex að kvöldi, en nú er það misjafnt eftir því hvar. Sumsstaðar gildir bannið til kl 10 að kvöldi, annarsstaðar gildir það allan sólarhringinn. Sérstök skilti sýna hvenær sólarhringsins bannið gildir á hverjum stað.
Upphaflega var þetta bann sett til að hindra langar tafir fyrir aðra þegar vörubílar eru að silast fram úr hverjir öðrum. Algengt er að vörubíll sem er að fara framúr öðrum aki aðeins 2-5 km hraðar þannig að framúraksturinn getur tekið hátt í tíu mínútur og farið fram á vegarköflum sem skipta kílómetrum.
The image “http://www.fib.is/myndir/OvertakingTruck.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.