,,Fréttir gærdagsins aðeins kveikt í mönnum”

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiegenda, FÍB, segir að ís­lensk olíu­fé­lög hafi gripið til lækk­ana í gær og í dag eft­ir mikla lækk­un á heims­markaði und­an­farna daga.

„Frétt­ir í gær hafa aðeins kveikt í mönn­um,“ seg­ir hann og bæt­ir við að viðbrögðin séu bratt­ari en hafi komið í ljós í síðustu viku þegar verð lækkaði einnig vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. „Það er já­kvætt ef þau eru að bregðast við,“ seg­ir Runólfur Ólafsson um olíu­fé­lög­in. Þetta kemur fram í umfjöllun á mbl.is.

Verð á bens­íni hef­ur lækkað hér á landi í gær og í dag í kjöl­farið á lækk­un­um á heims­markaði með olíu. Þannig hef­ur N1 lækkað verð um 5 krón­ur af lista­verði og aðrar stöðvar um svipaða tölu. Þrátt fyr­ir það seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, að álagn­ing olíu­fé­lag­anna sé um 5 krón­um hærri á lítra en meðalálagn­ing síðustu 10 ára gefi til­efni til.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað hratt síðustu daga og vikur samhliða útbreiðslu kórónaveirunnar.  OPEC samtök margra stærri olíuframleiðsluríkja samþykktu að draga úr framleiðslu í síðustu viku til að mæta minnkandi eftirspurn.  OPEC náði ekki samkomulagi við Rússa um taka þátt í framleiðslusamdrættinum.