Frumsýna nýjan Kia Sorento á Facebook

Nýr Kia Sorento verður frumsýndur á Facebook síðu Kia á Íslandi kl. 12 í dag, föstudag. Frá og með hádegi á morgun  verður jeppinn til sýnis í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og hjá umboðsmönnum Kia út um land allt þar sem mögulegt verður að fá að reynsluaka honum.

,,Við ákváðum að hafa frumsýninguna með óhefðbundnum hætti á þessum sérstöku tímum sem við erum að upplifa vegna Covid-19. Yfirleitt mætir mikill fjöldi fólks á svona frumsýningar, en í ljósi aðstæðna þá viljum við frumsýna bílinn rafænt og í íslensku umhverfi. Viðskiptavinir geta því fylgst með frumsýningu þessa glæsilega jeppa heima hjá sér í tölvunni eða snjallsímanum á öruggan hátt. Við bjóðum síðan að sjálfsögðu gesti velkomna í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og til umboðsmanna okkar um allt land þar sem hægt verður að skoða bílinn nánar frá og með hádegi á morgun og fá að reynsluaka honum," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi.