Frumvarp sem opnar á starf­semi á borð við Uber og Lyft

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hef­ur lagt fram frum­varp til laga um leigu­bif­reiðaakst­ur sem hef­ur það að mark­miði að „tryggja gott aðgengi að hag­kvæmri, skil­virkri og ör­uggri leigu­bif­reiðaþjón­ustu fyr­ir neyt­end­ur á Íslandi,“ eins og seg­ir í frum­varp­inu. Frum­varpið er ekki síst til­komið vegna þess að litið er svo á að nú­gild­andi regl­ur séu ekki í fullu sam­ræmi við EES-samn­ing­inn. Með frum­varp­inu er meðal ann­ars opnað á starf­semi fyr­ir­tækja á borð við Uber og Lyft. Þetta kemur fram í umfjöllun á mbl.is um málið.

Fallið frá skil­yrðum um fjölda­tak­mark­an­ir

Í grein­ar­gerð með því kem­ur fram að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hafi árið 2017 hafið frum­kvæðis­at­hug­un á leigu­bíla­markaðnum á Íslandi og mögu­leg­um hindr­un­um á aðgengi að hon­um. Eft­ir sam­skipti ráðuneyt­is­ins við ESA hafi mátt ráða að stofn­un­in teldi „lík­ur á því að ís­lensk lög­gjöf um leigu­bif­reiðar fæli í sér aðgangs­hindr­an­ir sem ekki sam­ræmd­ust skyld­um ís­lenska rík­is­ins að EES-rétti. ESA hafði þá þegar gert at­huga­semd­ir við aðgangs­hindr­an­ir að leigu­bif­reiðamarkaðnum í Nor­egi þar sem lög­gjöf­in er um margt svipuð þeirri ís­lensku.“ Fram kem­ur að ESA hafi gefið út rök­stutt álit um leigu­bif­reiðalög­gjöf­ina í Nor­egi og að slíkt sé und­an­fari dóms­máls fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um bregðist samn­ings­ríki ekki við álit­inu.

Í fram­haldi af þessu var ráðist í vinnu við nýtt frum­varp um leigu­bif­reiðaakst­ur hér á landi. Fram kem­ur í grein­ar­gerðinni að ekki hafi farið fram heild­armat á eft­ir­spurn á markaði þrátt fyr­ir þróun sam­fé­lags­ins og að fjöldi at­vinnu­leyfa hafi verið svipaður í um ald­ar­fjórðung. Með frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að falla frá skil­yrðum um fjölda­tak­mark­an­ir leigu­bif­reiða.

Umfjöllunina í heild sinni á mbl.is má nálgast hér.