Frumvarp um ívilnanir gæti fjölgað rafbílum

 

Rafbílum og rafmagnshjólum gæti fjölgað á götunum því fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvrp um ívilnanir vegna vistvænna ökutækja, rafmagnsreiðhjóla og annarra reiðhjóla sem hefur verið samþykkt í ríkisstjórn. Ráðherra stefnir á að leggja frumvarpið fram á Alþingi á næstu dögum og vonast til að það verði afgreitt fyrir áramót.

Í því felst að virðisaukaskattur verður felldur burt af:

  • rafmagnshjólum
  • öðrum reiðhjólum.
  • rafmagns- og vetnisbílum.
  • rafmagns- og vetnismótórhjólum
  • léttum bifhjólum knúin rafmagni eða vetni.
  • efni og vinnu við uppsetningu heimahleðslustöðva.
  • hópbifbreiðum í almenningsakstri sem nota eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa.

Virðisaukaskattur mun að nýju leggjast á bíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni eða dísilolíu árið 2021.

 Frumvarp fjármálaráðherra um ívilnanir vegna vistvænna samgangna samþykkt  í ríkisstjórn má nálgast hér.