Full­gerður Arnarnesvegur mun hafa já­kvæð áhrif á flæði um­ferðar

Fyr­ir­hugaðar stofn­vega­fram­kvæmd­ir sam­göngusátt­mál­ans á höfuðborg­ar­svæðinu á næstu árum voru til umræðu á kynn­ing­ar­fundi Betri sam­gangna og Vega­gerðar­inn­ar sem haldinn var í morgun.

Fram kom að mark­mið sam­göngusátt­mál­ans er að auka val­kosti þegar kem­ur að sam­göng­um en aldrei fyrr hef­ur verið lagt í jafn um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir á höfuðborg­ar­svæðinu. Upp­bygg­ing stofn­vega­kerf­is­ins er stærsti ein­staki þátt­ur­inn í sátt­mál­an­um en hann fel­ur einnig í sér upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna­kerf­is­ins (borg­ar­lín­an), lagn­ingu göngu- og hjóla­stíga og verk­efni sem snúa að bættu um­ferðarör­yggi og -flæði.

Á kynningunni var sér­stök áhersla lögð á loka­áfanga Arn­ar­nes­veg­ar sem mun liggja frá gatna­mót­um Arn­ars­nes­veg­ar og Rjúpna­veg­ar að Breiðholts­braut. Arn­ar­nes­veg­ur hef­ur lengi verið á skipu­lagi enda er hann ein af for­send­um upp­bygg­ing­ar í efri hverf­um Kópa­vogs. Útfærsl­an, sem kynnt var á fund­in­um, er niðurstaða um­tals­verðrar grein­ing­ar­vinnu og sam­starfs Vega­gerðar­inn­ar, Kópa­vogs­bæj­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar.

Áfang­inn mun létta veru­lega á um­ferð um Vatns­enda­veg en í Kópa­vogi, aust­an Reykja­nes­braut­ar, búa hátt í 15.000 manns. Með breyt­ing­unni að því fram kemur eykst ör­yggi veg­far­enda og ferðatími stytt­ist. Þá mun veg­kafl­inn bæta viðbragðstíma fyr­ir neyðaraðila í efri byggðum Kópa­vogs og Reykja­vík­ur til muna.

Þegar ferðaleiðum fjölg­ar mun um­ferð einnig létt­ast á Reykja­nes­braut og mun full­gerður Arn­ar­nes­veg­ur því hafa já­kvæð áhrif á flæði um­ferðar fyr­ir íbúa Kópa­vogs, Reykja­vík­ur, Garðabæj­ar og Hafn­ar­fjarðar.

Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, fjallaði um stöðu ein­staka stofn­vega­fram­kvæmda inn­an Sam­göngusátt­mál­ans. Hún sagði m.a að tíu umfangsmiklar stofnbrautaframkvæmdir annaðhvort hafnar eða í lokaundirbúningi. Þar má nefna Reykjanesbraut frá Kaldárselsbraut að Krísuvíkurvegi sunnan Hafnarfjarðar. Þetta var fyrsta verkefni samgöngusáttmálans og og því lauk í fyrra. Einnig er lokið við að gera hluta Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og hluta Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Vesturlandsvegi.  

Aðrir frummælendur voru Bryn­dís Friðriks­dótt­ir, svæðis­stjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins hjá Vega­gerðinni. Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs. Pawel Bartoszek, formaður skipu­lags­ráðs Reykja­vik­ur­borg­ar, fjall­aði um Arn­ar­nes­veg og upp­bygg­ingu Vetr­arg­arðsins í ná­lægð við veg­inn og Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins, ræddi mik­il­vægi greiðra sam­gangna fyr­ir viðbragðsaðila.

Útsendinguna frá fundinum má nálgast hér.