Fullt hús stiga fyrir vernd gangandi fólks

The image “http://www.fib.is/myndir/ClaesTingvall.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Dr. Claes Tingvall stjórnarformaður EuroNCAP.
Euro NCAP - The European New Car Assessment Programme tilkynnti í dag um heildarniðurstöður í síðustu prófunarlotu stofnunarinnar. Citroen C6, sem er stór fólksbíll varð í þetta sinn fyrsti bíllinn sem hlýtur full hús stiga eða fjórar stjörnur fyrir hversu vel hann ver gangandi vegfarendur sem fyrir bílnum kunna að verða. Þessi bíll hlaut sömuleiðis fimm stjörnur fyrir vörn þeirra sem í bílnum ferðast.
Í tilkynningu sem EuroNCAP sendi frá sér segir að þetta sýni að vel getur farið saman í einum og sama bílnum að hann verji bæði þá sem í bílnum og fyrir utan hann eru. Euro NCAP hefur þrýst á bílaframleiðendur um árabil að búa bíla þannig að þeir sem fyrir bílunum kunna að verða lemstrist eða deyi ekki að ástæðulausu.
Í Citroen C6 eru skynjarar sem blása upp loftpúða í vélarhlíf bílsins ef manneskja verður fyrir honum. Þá er aukið bil milli húddsins og harðra vélarhluta undir því en áður hefur sést. Þetta kerfi nefna menn hjá Citroen Epop-up og er það hið fyrsta sinnar tegundar sem prófað er hjá EuroNCAP. Í prófuninni nú hlaut bíll ársins í Danmörku, Seat Leon þrjár stjörnur fyrir vernd gangandi og eru þessir tveir bílar tákn um vaxandi áherslu þessa öryggisþáttar hjá bílaframleiðendum. En ekki leggja allir framleiðendur áherslu á þennan þátt því að Jeep Cherokee fékk ekki eitt einasta stig fyrir vernd fótgangandi og þar með enga stjörnu í þessum þætti.
„Það er afar gleðilegt að Citroen skuli hafa hlotið fjórar stjörnur fyrir vernd fótgangandi. Aðeins örfá ár eru síðan bílaframleiðendur sögðu þetta ómögulegt. Nú er það hins vegar orðið skýrt að þeir framleiðendur sem á annað borð er umhugað um að byggja bíla sem eru öruggir í hvívetna geta gert bíla sem eru öruggari fyrir fótgangandi án þess að öryggi þeirra sem í bílnum eru sé skert, við sjáum þetta ekki síst af því að í sömu prófunarlotunni skuli einn bíll fá fullt hús stiga fyrir öryggi fótgangandi en annar ekki eitt einasta. Menn hafa enga afsökun fyrir að vanrækja þennan þátt lengur, Citroen hefur sett verðugt fordæmi,“ sagði Claes Tingvall á blaðamannafundi í dag.
Í prófunarlotunni náði einn bíll aðeins þremur stjörnum af fimm fyrir vernd fólksins í bílnum en með fyrirvara þó. Það er Chevrolet Matiz og fyrirvarinn lýtur að óásættanlegri hættu á lífshættulegum meiðslum á brjóstkassa við árekstur frá hlið.
Chevrolet Matiz er síðri en aðrir þeir smábílar sem prófaðir voru að þessu sinni, sérstaklega Fiat Punto og hinum nýja Toyota Yaris, sem báðir fengu fimm stjörnur af fimm fyrir vernd fólksins í bílnum. Chevrolet Matiz er auk þess sá eini smábílanna sem ekki er með búnaði til að minna fólk á að spenna beltin.

Úrslit urðu þessi:
Smábílar
The image “http://www.fib.is/myndir/CHEVROLET-Matiz_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Chevrolet Matiz
Vernd fullorðinna í bílnum: 3 stjörnur (með athugasemd)
Vernd barna: 3 stjörnur
Vernd fótgangandi: 2 stjörnur
The image “http://www.fib.is/myndir/DAIHATSU-Sirion_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Daihatsu Sirion
Vernd fullorðinna í bílnum: 4 stjörnur
Vernd barna: 3 stjörnur
Vernd fótgangandi: 2 stjörnur
The image “http://www.fib.is/myndir/FIAT-Punto_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Fiat Punto
Vernd fullorðinna í bílnum: 5 stjörnur
Vernd barna: 3 stjörnur
Pedestrian Protection: 3 stjörnur
The image “http://www.fib.is/myndir/KIA-Rio_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Kia Rio
Vernd fullorðinna í bílnum: 4 stjörnur
Vernd barna: 3 stjörnur
Vernd fótgangandi: 2 stjörnur
The image “http://www.fib.is/myndir/MITSUBISHI-Colt_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Mitsubishi Colt
Vernd fullorðinna í bílnum: 4 stjörnur
Vernd barna: 3 stjörnur
Vernd fótgangandi: 1 stjarna
The image “http://www.fib.is/myndir/TOYOTA-Yaris_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Toyota Yaris
Vernd fullorðinna í bílnum: 5 stjörnur
Vernd barna: 3 stjörnur
Vernd fótgangandi: 2 stjörnur
The image “http://www.fib.is/myndir/VW-Fox_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Volkswagen Fox
Vernd fullorðinna í bílnum: 4 stjörnur
Vernd barna: 4 stjörnur
Vernd fótgangandi: 2 stjörnur
                 
Meðalstórir fólksbílar     
The image “http://www.fib.is/myndir/SEAT-Leon_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Seat León
Vernd fullorðinna í bílnum: 4 stjörnur
Vernd barna: 4 stjörnur
Vernd fótgangandi: 3 stjörnur
            
Stórir fólksbílar
The image “http://www.fib.is/myndir/FIAT-Croma_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Fiat Croma
Vernd fullorðinna í bílnum: 5 stjörnur
Vernd barna: 4 stjörnur
Vernd fótgangandi: 1 stjarna
The image “http://www.fib.is/myndir/MAZDA-6_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Mazda 6
Vernd fullorðinna í bílnum: 4 stjörnur
Vernd barna: 4 stjörnur
Vernd fótgangandi: 1 stjarna
The image “http://www.fib.is/myndir/PEUGEOT-407-coup-_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Peugeot 407 Coupe
Vernd fullorðinna í bílnum: 5 stjörnur
Vernd barna: 4 stjörnur
Vernd fótgangandi: 2 stjörnur
                
Lúxusbílar     
The image “http://www.fib.is/myndir/CITRO-N-C6_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Citroën C6
Vernd fullorðinna í bílnum: 5 stjörnur
Vernd barna: 4 stjörnur
Vernd fótgangandi: 4 stjörnur
                     
Minni fjölnotabílar     
The image “http://www.fib.is/myndir/CITRO-N-Berlingo_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Citroën Berlingo
Vernd fullorðinna í bílnum: 4 stjörnur
Vernd barna: 3 stjörnur
Vernd fótgangandi: 2 stjörnur
The image “http://www.fib.is/myndir/MAZDA-5_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Mazda 5
Vernd fullorðinna í bílnum: 5 stjörnur
Vernd barna: 3 stjörnur
Vernd fótgangandi: 2 stjörnur
                
Stórir jeppar     
The image “http://www.fib.is/myndir/JEEP-Grand-Cherokee_Front.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.          
Jeep Grand Cherokee
Vernd fullorðinna í bílnum: 4 stjörnur
Vernd barna: 3 stjörnur
Vernd fótgangandi: 0 stjarna