Fyrirheit um bætt umferðaröryggi og fækka banaslysum

Forsvarsmenn úr evrópska umferðargeiranum komu saman í Haag í Hollandi sl. föstudag og undirrituðu fyrirheit og markmið þess efnis að vinna bug á banaslysum í umferðinni fyrir 2050. Þetta eru stór markmið en allir aðilar ætla að leggjast á eitt í þessum efnum og gera allt til að bæta öryggið með það að markmiði að fækka banaslysum í umferðinni til muna.

Umferðaröryggið um alla Evrópu verður sett á oddinn en viðstaddur undirritunina var yfirmaður samgöngumála í Evrópu sem lýsti yfir mikilli ánægju með markmiðin sem allir aðilar einsettu sér. Átakið felur það m.a. í sér að vekja almenning til umhugsunar um umferðaröryggi og allir sem einn leggist á árar í þeim efnum.

Aðilar eru þess fullvissir að þessi markmið geti orðið að veruleika með vitundavakningu almennings og vegna mikilla tækniframfara sem átt hafa sér stað á sl. árum sem lúta að umferðaröryggismálum.

Í þessum málum verður lögð þung áhersla að bæta vegi og hvaða lærdóm megi draga af slysum með það að markmiði að fækka þeim.

,,Þessi undirritun skuldbindur alla hagsmunaaðila að vinna saman og bæta þá þætti sem lúta að vegaöryggi. Við teljum þetta mikilvæga leið til að tryggja að þeir sem um vegina fara finni til öryggis. Það eru markmið sem við stefnum öll að,“ segir Erik Jonnaer framkvæmdastjóri evrópskra bílaframleiðenda.