Fyrst um sinn engum sektum beitt fyrir nagladekkjanotkun

Tími nagladekkjanna er liðin en samkvæmt reglugerð er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. okt. Því er sá tími runninn upp að bíleigendur verða að skipta yfir á óneglda hjólbarða. Í sömu reglum er þó undanþáguákvæði sem heimilar að nota neglda hjólbarða ef þess er þörf vegna akstursaðstæðna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að sekta fyrir noktun nagladekkja strax þrátt fyrir að notkun þeirra sé óheimil frá og með deginum í dag. Lögreglan á Akureyri hefur sama verklag sem og önnur lögregluembætti landsins.

Aldrei hefur sektum verið beitt fyrir nagladekkjanotkun í apríl og svo verður áfram. Í fyrra fór lögreglan að beita sektum í kringum 20. maí. Lögreglan mun koma ábendingum til ökumanna þegar hún setur sig í sektarstellingar.

Sektir vegna notkunar nagladekkja utan leyfilegs tíma hækkuðu umtalsvert 2018, úr fimm þúsund krónum á dekk upp í 20 þúsund krónur.