Fyrsti „ekki-jeppinn“ frá SsangYong

http://www.fib.is/myndir/SsangYong.jpg
Ssangyong C200.

Ssangyong í Kóreu, sem nú orðið er í eigu Kínverja, og sem framleiðir hinn velþekkta Musso jeppa, frumsýnir sinn fyrsta fólksbíl eða öllu heldur jeppling á bílasýningunni í París sem hefst um næstu helgi.

Nýi bíllinn nefnist C200. Þetta er að vísu hugmyndarbíll eða frumgerð, en samkvæmt þeim litlu upplýsingum sem um bílinn finnast  þá er þetta fjórhjóladrifinn bíll með tveggja lítra bensínvél og sex gíra gírkassa. Samkvæmt sömu fréttum mun bíllinn vera tilbúinn í framleiðslu, en væntanlega skýrist það á Parísarsýningunni.