Fyrsti Fisker bíllinn í Frankfurt

The image “http://www.fib.is/myndir/HenrikFisker.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Henrik Fisker við Aston Martin sem hann hannaði.
Eitt yngsta bílaframleiðslufyrirtæki heimsins nefnist Fisker Coachbuild og var stofnað í Kaliforníu fyrir tæpu ári. Fyrirtækið á sér danskar rætur og hefur nafn sitt frá öðrum af eigendunum, danska bílahönnuðinum Henrik Fisker sem áður var yfirhönnuður hjá Bentley.
Fyrirtækið ætlar að frumsýna tvo sportbíla á Frankfurtbílasýningunni um miðjan mánuðinn, en tilgangur þess er einmitt að smíða dýra og hraðskreiða sportbíla með evrópskum vél- og tæknibúnaði.
Í Frankfurt verður afhjúpaður sportbíllinn Fisker Tramonto. Þetta er tryllitæki með 610 ha. vél sem skellir bílnum úr kyrrstöðu í hundraðið á 3,6 sekúndum og kemur honum síðan á 320 km hraða. Aðeins verða byggðir 150 Tramonto og fyrstu eintökin verða afhent kaupendum á næsta ári.