Fyrsti Kadillakkinn frá Trollhättan

http://www.fib.is/myndir/Cadillac-BLS.jpg

Cadillac BLS frá Svíþjóð.


Nýr kafli hófst sl. mánudag í sögu Saab og GM því að fyrsti Cadillac bíllinn  rann af færibandi Saab verksmiðjunnar í Trollhättan í Svíþjóð. Cadillac bíllinn var af gerðinni BLS og er af millistærð, framhjóladrifinn.
Cadillac BLS er lúxusbíll sem ætlaður er fyrir Evrópumarkað og kemur til móts við vaxandi eftirspurn eftir lúxusbílum með amerískum brag. BLS er einnig fyrsti bíllinn í sögu Cadillac sem búinn er túrbínudísilvél. Sú er 150 hestöfl með viðhaldsfrírri öragnasíu í útblásturskerfinu. Kadillakkinn er ekki aðeins samsettur í Svíþjóð heldur er hann byggður þar alveg frá grunni – meira að segja er stálið í sjálfa bílskelina pressað, mótað og soðið saman í Svíþjóð
56 ár eru síðan fjöldaframleiðsla hófst á Saab bílum í Trollhättan og er þetta í fyrsta sinn sem önnur bíltegund er framleidd þar.