Fyrsti Xpeng P7 fólksbíllinn afhentur í Noregi

Fyrsti fólksbílinn af gerðinni Xpeng P7 hefur verið afhentur nýjum eigenda í Evrópu. Fyrsti viðskiptavinurinn var Norðmaður og munu fleiri bætast í þennan hóp þar í landi á næstunni enda hefur þessi rafbíll vakið mikla athygli.

,,Ég var sannfærður í fyrsta skipti sem ég sá bílinn og settist í hann. Bíllinn er algjörlega frábær í akstri og lítur mjög vel út og sportlegur að utan sem innan. Ég var næstum orðlaus eftir fyrstu ferðina frá söluaðilanum. Bíllinn er svo mjúkur og þægilegur og mér leið næstum eins og ég væri að fljúga um. Bíllinn hefur sportlegan karakter með flottum formum og er dálítið frábrugðinn öðrum gerðum. Allar aðgerðir gera það að verkum að þú færð bíl fyrir framtíðina, segir Makary Nowicki eftir hann hafði tekið á móti bílnum.

Hjá XBI Norge AS, sem er norski innflytjandinn og ber ábyrgð á sölu- og þjónustuneti, eru menn þar á bæ bjartsýnir á framtíðina. Allir 17 söluaðilar Xpeng hafa nú opnað fyrir reynsluakstur á Xpeng P7 og þegar hefur myndast biðröð til að prófa nýliðann.

,,Við erum komin í fullan gang með Xpeng P7 og viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Allir 17 söluaðilar okkar hafa unnið að því að tryggja að við séum nú tilbúin með reynsluakstur og afhendingu á fyrstu viðskiptavinabílunum. Við finnum fyrir miklum áhuga og höfum góða afhendingarmöguleika í framtíðinni,“ segir Rune Gjerstad, forstjóri XBI.

Xpeng bílaframleiðandinn er með höfuðstöðvar í Guangzhou í Kína og hóf þróun og framleiðslu á bílnum 2014. Fyrirtækið rekur skrifstofur í Bandaríkjunum og er skráð í kauphöllinni í New York.

,,Xpeng ætlar að verða mjög sýnilegur á næstunni og er ætlunin að helmingurframleiðslunnar fari á alþjóðlegan markað. Xpeng fer á markað í Svíþjóð, Danmörku og Hollandi á næsta ári. Bílararnir hafa nú þegar vakið verðskulduga athygli í Noregi,“ sagði Brian Gu, varaforseti og stjórnarformaður fyrirtækisins.