Gagnslaus undirakstursvörn

http://www.fib.is/myndir/Aftanakeyrsla1.jpg

Þann 11. mars á næsta ári taka gildi nýjar reglur um undirakstursvarnir fyrir vörubíla í Evrópu. Samkvæmt þeim eiga undirakstursvarnir að vera sterkari en áður.

ADAC í Þýskalandi, systurfélag FÍB, hefur prófað undirakstursvarnarbúnað sem gerður er nákvæmlega eftir forskrift nýju reglnanna og niðurstaðan er hörmuleg. Búnaðurinn er gagnslaus. -Ef bíll sem ekur aftanundir vörubíl á ekki að vera hrein dauðagildra, verður búnaðurinn að vera miklu sterkari en nýju reglurnar mæla fyrir um - segja tæknimenn ADAC.

ADAC krefst þess að nýju reglurnar verði endurskoðaðar þegar í stað. Þeir séu einfaldlega handónýtar og nær sé að lagfæra þær strax. Það verði miklu dýrara að byrja fyrst að lappa upp á þær eftir að þær hafa tekið gildi og  slys jafnvel orðin. Talsmaður ADAC segir að krafa um endurskoðun sé fyllilega réttmæt og vissulega talla myndirnar, sem teknar voru í prófuninni, sínu máli.

http://www.fib.is/myndir/Aftanakeyrsla2.jpgFord Focus er ekið aftanundir vörubíl á 56 km hraða. Festingar undirakstursvarnarinnar við grind vörubílsins klippast í sundur eins og eldspýtur og fólksbíllinn heldur áfram afturundir pallinn. Brún vörubílspallsins rekst í höfuð ökumanns og framsætisfarþega og lífslíkur beggja í slysi sem þessu eru sáralitlar. Þegar fólksbíllinn stöðvast hefur þak hans rifnað af eins og lok á sardínudós.