Gamaldags Chevrolet til Evrópu

http://www.fib.is/myndir/Chevrolet_hhr+rear.jpg
Chevrolet HHR.

Chevrolet HHR er meðal nýrra bíla sem sýndir verða á Frankfurtsýningunni sem opnuð verður í næstu viku. GM hyggst setja þennan bíl á Evrópumarkað og fylgja þar eftir velgengni hans í heimalandinu Bandaríkjunum.

HHR stendur fyrir Heritage High-Roof sem útleggja mætti með hæfilegu kæruleysi sem menningarerfðaleg háþekja. Bíllinn er í útliti talsvert líkur pallbílum, sendi- og vörubílum Chevrolet frá árunum 1949 til 1954 og þar með er vísunin í menningararfinn komin. Nokkur ár eru síðan Chevrolet setti á markað SSR-bílinn, mjög öflugan tveggja manna sportbíl með „fornlegu“ útliti pallbíls og er HHR bíllinn mjög áþekkur SSR bílnum í útliti.

The image “http://www.fib.is/myndir/Chevrolet%20HHR.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.HHR verður sýndur í Frankfurt með 2,4 lítra 175 ha. Ecotec bensínvél frá Opel, fimm gíra handskiptingu frá Getrag í Þýskalandi, loftkælingu og skriðstilli. Hann er 4,48 m að lengd og farangursrýmið er allt að 1634 lítrar. HHR hefur verið árekstursprófaður með aðferðum bandarísku umferðaröryggisstofnunarinnar og þar reyndist hann vera fimm stjörnu bíll.