Gamalt bílasafn uppgötvað nýlega

Gleymt safn af gömlum og merkilegum bílum var nýlega uppgötvað á eyðibúgarði ekki langt vestur af París í Frakklandi. Þarna fundust rúmlega 60 bílar frá ýmsum tímabilum bílasögunnar, flestir franskir. Bílarnir verða boðnir upp þann 6. febrúar nk. í tengslum við fornbílasýninguna Retromobile.

http://fib.is/myndir/Baillon-1.jpg
Faarouk fyrrv. konungur Egyptalands átti þennan bíl;
Talbot Lago.
http://fib.is/myndir/Baillon-2.jpg
Hispano Suiza H6B Cabriolet með yfirbyggingu frá
Millon-Guiet.
http://fib.is/myndir/Baillon-4.jpg
Bíllinn í miðið er Facel Vega Excellence. Þessir
frönsku bílar höfðu risastóra V8 vél frá Chrysler.
Rithöfundurinn Albert Camus lét lífið í slysi í slíkum
bíl.

Lang flestir bílanna eru verulega merkilegir enda margir þeirra sérbyggðir fyrir ýmis frægðarmenni fortíðarinnar, eins og hinn sukksama Farouk Egyptalandskonung sem steypt var af stóli í stríðslok.

Sá sem safnaði bílunum saman var maður að nafni Roger Baillon sem rak risastóra vörubílaútgerð. Þegar hún gekk hvað best um og upp úr miðri síðustu öld hóf hann að kaupa gamla bíla og safnaði þeim saman á landareign sinni þar sem þeir hafa síðan staðið í 50-60 ár, sumir í skemmum og útihúsum, en aðrir undir hálfþökum sem mörg hver eru að falli komin. Auk gömlu glæsibílanna má þarna sjá nokkra vörubíla sem Baillon lét byggja en þeir munu vera á meðal fyrstu frambyggðu vörubíla í heiminum.

En flesta fólksbílana sem Baillon safnaði keypti hann um og upp úr 1960 og sérhæfði sig í dýrum og vönduðum bílategundum og –gerðum með sérsmíðuðum yfirbyggingum. En svo tók að harðna á dalnum hjá honum svo í gjaldþrot stefndi. Þá seldi hann 50 bíla úr safni sínu og síðan þá hafa þeir 60 bílar sem eftir voru, staðið þarna óhreyfðir og flestum gleymdir. Baillon er löngu látinn og erfingjar hans og formlegir eigendur bílanna höfðu ekki hugmynd um þá og komu af fjöllum þegar þeim var tilkynnt um fundinn.

Bílarnir eru í mjög misjöfnu ástandi. Sumir eru illa farnir en aðrir mjög heillegir. Af þeim heillegu má nefna Ferrari California Spider sem kvikmyndaleikarinn Alain Delon eignaðist nýlegan og notaði m.a. í kvikmynd þar sem mótleikari hans var Jane Fonda. Til er er einnig ljósmynd af Delon í bílnum ásamt leikkonunni Shirley McLaine. Heldur síðra er ástandið á blæjubíl Farúks Egyptakóngs en hann er af gerðinni Talbot Lago. Búist er við að hátt verð fáist fyrir þessa bíla vegna eigendasögu þeirra. Þannig er reiknað með að 12 milljón evrur muni fást fyrir Ferrari bíl Alain Delon en „aðeins“ rúm milljón fyrir Maserati A6G 2000 Berlinetta Grand Sport sem þykir sjaldgæfari og merkilegri bíll.

En svona lítur listinn yfir bílana út, sem boðnir verða upp þann 6. febrúar n.k.

 • Amilcar C6 berline
 • Amilcar CGS
 • Ariès coach
 • Auto Union cabriolet
 • Avions Voisin C15
 • Avions Voisin limousine C15
 • Avions Voisin C7, yfirbygging frá Gallé
 • Ballot 8 str. limousine
 • Barré torpédo
 • Berliet coupé chauffeur
 • Berliet Type VIGB 10HP Taxi Landaulet
 • Bugatti 57 Ventoux
 • Citroën Trèfle
 • Delage D6
 • Delage D8 coach
 • Delahaye 135, yfirbygging frá Faget Varnet
 • Delahaye 135, yfirbygging frá Chapron
 • Delahaye 235,yfirbygging frá Chapron tre ganger
 • Delahaye Type 43 coupé chauffeur
 • Delahaye GFA 148 L
 • Delahaye Type 43 vörubíll
 • Delaunay Belleville limousine VL8
 • Facel Vega Excellence
 • Ferrari 250 GT California SWB
 • Ferrari 308 GTS i
 • Ferrari 400
 • Ferrari Mondial 3.2L cabriolet
 • Hispano Suiza H6B cabriolet, karosseri fra Millon-Guiet
 • Hotchkiss cabriolet
 • Innocenti S cabriolet
 • Jaguar type S 3.4 L
 • La Buire 12 A
 • Lagonda LG45 cabriolet
 • Lancia Thema 8.32
 • Lorraine Dietrich B3/6 plateau
 • Lorraine Dietrich B3/6 torpédo, karosseri fra Grumman
 • Lorraine-Dietrich torpédo
 • Maserati A6G 2000 berlinetta Grand Sport,  Frua-yfirbygging
 • Mathis cabriolet
 • Mathis FOH
 • Packard cabriolet Super Eight
 • Panhard-Levassor Dynamic berline X77
 • Panhard-Levassor Dynamic coupé X76
 • Panhard-Levassor limousine X72
 • Porsche 356 SC
 • Renault AX torpédo
 • Renault Vivastella cabriolet
 • Sandford cyclecar 3 roues
 • Singer Cabriolet
 • Talbot Lago 11/6 cabriolet
 • Talbot Lago Baby cabriolet
 • Talbot Lago Baby cabriolet
 • Talbot Lago Cadette 11
 • Talbot Lago coach
 • Talbot Lago T26 coach
 • 2 Talbot Lago T26 Grand Sport coupé, yfirbygging frá Saoutchik,