Gamalt og nýtt í bland

The image “http://www.fib.is/myndir/FJ-Cruiser1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Þrjú ár eru síðan Toyota sýndi hugmyndarbíl á bílasýningunni í Detroit sem líktist mjög gamla Toyota FJ40 jeppanum frá því seint á sjöunda áratugi síðustu aldar. Toyotaumboðið í Kópavogi á einmitt einn slíkan endurbyggðan jeppa sem staðið hefur í sýningarsölum umboðsins um skeið.
En nú er þessi hugmyndarbíll tilbúinn í framleiðslu og er einmitt frumsýndur sem framleiðslubíll á Detroit bílasýningunni sem nú stendur yfir. Nýi jeppinn nefnist FJ Cruiser og kemur á Bandaríkjamarkað í marsmánuði nk.
Gamli jeppinn sem sá nýi sækir svipmót sitt til hafði gerðarauðkennið FJ40. Sá jeppi náði góðri fótfestu í Bandaríkjunum og víðar. Nokkrir FJ40 jeppar komu til Íslands á sjöunda áratuginum og reyndust þeir mjög vel.
Hinn nýi FJ Cruiser árgerð 2007 er tæknilega skyldastur Toyota 4Runner jeppanum. Sama grindin er í honum og sami drifbúnaður með millikassa fyrir hátt og lágt drif. Bílnum má aka í háa drifinu í ýmist afturhjóladrifinu einu eða aldrifi. Fjórhjóladrif er hins vegar alfarið í lága drifinu – semsagt – alvöru jeppi.
Aðeins ein vél er í boði, í það minnsta í fyrstunni. Það er fögurra lítra V6-bensínvél, 239 hestafla.
Toyota FJ Cruiser er hannaður og byggður í Bandaríkjunum og hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað hvað sem síðar kann að verða

The image “http://www.fib.is/myndir/FJ-Cruiser3.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/FJ-Cruiser2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

The image “http://www.fib.is/myndir/FJcruiser4.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/ToyotaFJ40.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.