Gamir bílaforstjórar

Bílaframleiðslugeirinn í heiminum er mikið karlaveldi og þeir sem þar ráða mestu eru karlar, karlar sem eru heldur engin unglömb. Meðalaldur forstjóranna sem hér eru taldir er 57 ár. Yngsti forstjórinn er hinn sænski Christian von Koenigsegg, sem myndin er af. Hann er einungis fertugur. Næst yngstur er Elon Musk forstjóri Tesla. Hann er 41 árs. Sá elsti í upptalningunni er 74 ára. Það er Chung Mong-koo forstjóri Hyundai. Það er tímaritið Auto Motor & Sport sem tekið hefur þetta saman.  

Það hefur lengi verið haft fyrir satt að það séu fyrst og fremst karlar sem áhuga hafa fyrir bílum og það séu yfirleitt karlarnir sem ákveði bílakaup innan fjölskyldunnar. Bíllinn sé innan áhugasviðs karlsins og á hans sérsviði. Það er hins vegar alls ekkert víst að þetta sé svona í raun. Hlutur kvenna í bílakaupum almennings er nefnilega mjög stór og stækkandi. Því má segja að það sé talsvert sérkennilegt að á meðal þeirra 52 forstjóra sem hér eru taldir er engin einasta kona.

Bílar eru sumpart tískuvarningur og stundum er einstökum gerðum þeirra ætlað að höfða fremur til kvenna en karla og stundum frekar til ungra kaupenda en eldri, og stundum til ráðsettra og stöndugra kaupenda. En bílaforstjórarnir sem vilja með bílum sínum höfða til unga fólksins eru margir hverjir komnir vel á efri ár, en auðvitað getur vel verið að þeir séu ungir í anda, jafnvel þótt þeir séu komnir langt yfir hinn lögbundna eftirlaunaaldur.

Fyrirtæki

Forstjóri

Aldur

Kyn

Hyundai

Chung Mong-koo

74

M

Aston Martin

Ulrich Bez

69

M

Porsche

Wolfgang Porsche

68

M

Ford

Alan Mulally

67

M

Lincoln

Alan Mulally

67

M

Mazda

Takashi Yamanouchi

67

M

Ferrari

Amedeo Felisa

66

M

McLaren

Ron Dennis

65

M

Volkswagen

Martin Winterkorn

65

M

Buick

Dan Akerson

64

M

Cadillac

Dan Akerson

64

M

Chevrolet

Dan Akerson

64

M

Dacia

François Fourmont

64

M

Daihatsu

Koichi Ina

64

M

GMC

Dan Akerson

64

M

Mitsubishi

Osamu Masuko

63

M

Citroën

Frédéric Saint-Geours

62

M

Volvo

Håkan Samuelsson

61

M

Chrysler

Sergio Marchionne

60

M

Peugeot

Philippe Varin

60

M

Honda

Takanobu Ito

59

M

Kia

Hyoung-Keun (Hank) Lee

59

M

Mercedes

Dieter Zetsche

59

M

Nissan

Carlos Ghosn

58

M

Renault

Carlos Ghosn

58

M

Pagani

Horacio Pagani

57

M

BMW

Norbert Reithofer

56

M

Jaguar

Ralf Speth

56

M

Land Rover

Ralf Speth

56

M

Toyota

Akio Toyoda

56

M

Skoda

H.C. Winfried Vahland

55

M

Alfa Romeo

Harald J. Wester

54

M

Bentley

Wolfgang Schreiber

54

M

Bugatti

Wolfgang Schreiber

54

M

Maserati

Harald J. Wester

54

M

Seat

James Muir

53

M

Spyker

Victor Muller

53

M

Fisker

Tony Posawatz

52

M

Infitniti

Toru Saito

52

M

Fiat

Olivier François

51

M

Lotus

Aslam Farikullah

51

M

Rolls-Royce

Torsten Müller-Ötvös

51

M

Opel

Stephen Girsky

50

M

Audi

Rupert Stadler

49

M

Lamborghini

Stephan Winkelmann

48

M

Jeep

Michael Manley

47

M

Dodge

Reid Bigland

45

M

Lancia

Saad Chehab

44

M

Vauxhall

Duncan Aldred

42

M

Tesla

Elon Musk

41

M

Koenigsegg

Christian von Koenigsegg

40

M