Gas sem bílaeldsneyti

The image “http://www.fib.is/myndir/FocusCmax.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Focus C-Max gasbíll.
Stöðugt fleiri bílaframleiðendur í Evrópu bjóða upp á bíla með búnaði sem gerir mögulegt að aka þeim á gasi jafnt og bensíni. Fáeinir gasbílar eru reyndar í umferð á Íslandi og keyra þeir flestir á metangasi sem unnið er á sorpurðunarstað Sorpu í Áfsnesi. Gasinu er safnað frá hinu urðaða sorpi í Álfsnesi, hreinsað, sett á þrýstigeyma og síðan afgreitt á bíla á bensínstöð Esso við Bíldshöfða.
Nýjustu gasbílarnir í Evrópu eru Ford Focus C-Max og Citroen Jumper sendiferðabíllinn. Munur á vinnslu þeirra eftir því hvort þeim er ekið á bensíni eða gasi er sáralítill og vart finnanlegur og um nákvæmlega sömu vélar er um að ræða í báðum, nema að því leyti að í gasbílana hefur verið settur gasgeymir og nýr og minni bensíngeymir en í bensínbílunum. Þessi viðbótarbúnaður hækkar verð bílanna og eru gasbílarnir yfirleitt um 150-180 þ. kr. dýrari.
Í Þýskalandi kostar gaseining sem svarar til eins lítra af beníni um hálfa evru. Það er selt í tveimur styrkleikagerðum og fæst á 560 útsölustöðum.