General Motors selur „erfðasilfrið“

http://www.fib.is/myndir/GM_logo_1.jpg
-Nú saxast á limina hans Björns míns- á kona Axlar-Björns, ferðaþjónustubónda og morðingja að hafa sagt  þegar böðlar hjuggu af honum útlimina áður en þeir aflífuðu hann með því að höggva af honum hausinn. Svipaða sögu er að segja af  hinu aðframkomna bílastórveldi General Motors. Þar hefur mjög saxast á limina.

Á síðasta ári varð dótturfyrirtækið AC-Delco sem lengi var stærsta íhlutaframleiðslufyrirtæki heims gjaldþrota. 20% hlutur GM í Fuji Heavy Industries (Subaru) var seldur Toyota og 20% eignarhlutur GM í Suzuki var seldur móðurfyrirtæki Suzuki í Japan. Og fyrir fáum vikum seldi GM lítinn hlut í nánast einu gullgæsinni sinni sem eftir var, fjárfestingarbankanum GMAC. Það var greinilega ekki nóg því að alveg nýlega seldi GM enn 51% í GMAC og eru kaupendur hltarins Cerberus og Citycorp og er kaupverðið um 46 milljarðar ísl. kr.  sem ættu að klingja vel í galtómum kassa GM. GMAC skilaði á síðasta ári tæplega 30 milljarða króna hagnaði og aldrei í sögu GM hefur fyrirtækið verið rekið með tapi.

Enn á GM ráðandi hlut í Isuzu í Japan en Bloomberg fréttastofan segir þess ekki langt að bíða að GM verði að selja hann líka frá sér.