Gengur eins og klukka

http://www.fib.is/myndir/Plymouth-dyr.jpg

Þetta gæti hljómað eins og sölulýsing á vel með förnum ca. tíu ára gömlum bíl en raunveruleikinn er annar því bíllinn er orðinn sjötíu ára og og er í upprunalegu ástandi – hefur aldrei verið gerður upp – endurbyggður.

Sænska dagblaðið Dagens Nyheter ræddi í vikunni við núverandi eiganda þessa aldna eðalvagns. Hann hefur átt bílinn í tíu ár og notar hann af og til. Þegar hann eignaðist bílinn hafði honum verið ekið 69 þús. km þannig að eigandinn sem heitir Kjell Sjölander hefur ekið honum rúmlega 20 þúsund km á undanförnum áratug. http://www.fib.is/myndir/Plymouth_1937.jpg

Bíllinn er af gerðinni Plymouth De Luxe Touring Sedan og eigandinn segir að honum líði einna best á þetta 70 km hraða. Nauðsynlegt sé að passa upp á svona bíl og fylgjast vel með öllu, en að öðru leyti sé ekki neinn sérstakur vandi að reka hann. Vélin í bílnum er sex strokka línuvél með hliðarventlum – nánast óslítanleg og gengur eins og klukka og dettur alltaf í gang, segir eigandinn.
http://www.fib.is/myndir/Plymouth37-motor.jpg
Plymouth vörumerkið kom fram í árslok 1920 og var svar Chrysler samsteypunnar við ódýrari gerðum keppinautanna Ford og Chevrolet. Í Plymouth voru ýmsar tækninýjungar sem ekki voru í ódýrari bílum keppinautanna – atriði eins og t.d. vökvahemlar. Mestur gangur var í Plymouth eftir seinna stríð og fram undir 1960.