Girðingar fjarlægðar

Áfram verður unnið við það fram eftir degi að taka niður öryggisgirðingar á Miklubraut milli Reykjanesbrautar og Grensásvegar. Umferðarhraðinn um vinnusvæðið hefur verið lækkaður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og virða merkingar.

Umræddar girðingarnar hafa aðskilið akstursstefnur en í kjölfar banaslyss á Miklubraut þann 25. nóvember sl. var ákveðið að taka þær niður. Girðingin á eyju milli vegriða frá Grensásvegi og upp að Vesturlandsvegi verður fjarlægð.

Áætlað er að þessum framkvæmdum ljúki á fimmtudag. Áformað er síðan að taka fleiri girðingar sömu tegundar sem finna er á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.