Gjaldskylda hafin á bílastæðum við eldgosið

Gjaldtaka var tekin upp á bílastæðum nú í vikunni við eldgosið í Fagradalsfjalli. Landeigendur hafa ákveðið að hefja gjaldtöku vegna bílastæða á gossvæðinu en mikil kostnaður er framundan við uppbyggingu á svæðinu.

Í tilkynningu frá landeigendum segir að gjaldtakan sé nauðsynleg til að tryggja öryggi, bæta aðgengi og þjónustu og til þess að vernda náttúruna. Gjaldið verður 1000 kr. á bíl per dag og mun gjaldheimtan fara fram í gegnum Parka app (www.parka.is/geldingadalir) og verða upplýsingaskilti sett upp á svæðinu á næstu dögum.

,,Það er gott að þetta sé í höfn en gjaldtakan mun létta mjög undir þær framkvæmdir og uppbyggingu sem blasa við á svæðinu. Við vorum þegar búnir að leggja út töluvert fjármagn við ákveðnar framkvæmdir en það er að ýmsu að hyggja á þessu svæði. Það sem snýr að landeigendum er að sjá um bílastæðið, þjónustuuppbyggingu og allan aðgang að svæðinu. Ríkið sér um uppbyggingu og viðhald á göngustígum,“ sagði Sigurður Gísli Guðjónsson, formaður landeigenda, í samtali við FÍB.