Gjöld boðuð á rafmagnsbíla

Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2023 sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á fundi í dag kom m.a. fram að nýtt 5% lág­marks­vöru­gjald verður sett á bif­reiðar á næsta ári og mun þá full­ur af­slátt­ur vegna raf­magns­bíla vera úr sög­unni

Í máli ráðherrans kom fram að áfram yrðu mikl­ir hvat­ar til kaupa á um­hverf­i­s­væn­um bif­reiðum og sýndi dæmi fyr­ir því í kynn­ing­unni. Þar kom fram að áætluð ár­leg bif­reiða- og eldsneyt­is­gjöld fyr­ir hvern raf­magns­bíl af gerðinni Tesla model 3 yrði um 30 þúsund á ári, en í dag nema þau gjöld um 20 þúsund. Til sam­an­b­urðar sagði hann slík gjöld fyr­ir hefðbundna fólks­bif­reiðar vera 120 þúsund í dag, en færu upp í 140 þúsund á næsta ári. Varðandi vöru­gjöld og virðis­auka­skatt mátti gera ráð fyr­ir að slík gjöld hækki um í kring­um 300 þúsund fyr­ir raf­magns­bif­reiðar sam­kvæmt kynn­ing­unni.

Farm kemur í tilkynningu að stærsta verk­efnið á tekju­hlið rík­is­sjóðs á kom­andi árum er heild­ar­end­ur­skoðun gjald­töku af öku­tækj­um og eldsneyti. Sam­hliða mikl­um ár­angri í orku­skipt­um fólks­bíla­flot­ans og sí­fellt spar­neytn­ari bíl­um í um­ferð hafa tekj­ur rík­is­ins af öku­tækj­um og eldsneyti dreg­ist veru­lega sam­an. Við því þarf að bregðast með nýj­um lausn­um, svo áfram megi standa und­ir öfl­ugu viðhaldi og upp­bygg­ingu í sam­göngu­kerf­inu að því er fram kemur í tilkynningunni.

Stefnt er að því að fyr­ir­komu­lag gjald­töku miðist í aukn­um mæli við notk­un, en breyt­ing­um á bif­reiðagjaldi, vöru­gjaldi og los­un­ar­mörk­um á næsta ári er ætlað að marka fyrstu skref­in að nýju kerfi.