Glænýr Hilux í Genf

Hinn nýi Toyota Hilux.
Hinn nýi Toyota Hilux.

Evrópufrumsýning á nýrri kynslóð hins langlífa og vel metna pallbíls Toyota Hilux verður á bílasýningunni í Genf sem opnuð verður almenningi á þriðjudaginn kemur kemur, 1. mars.

Sjö ár eru nú liðin frá því Hilux var síðast endurnýjaður og hafa því ýmsir beðið nýrrar kynslóðar hans með nokkurri eftirvæntingu, enda er Hilux eins konar forystuafl í hinum fjórhjóladrifna pallbílageira.

Nýja kynslóðin er nokkuð breytt í útliti en enn sem áður er þessi vel metni vinnujálkur byggður á grind sem sögð er bæði sterkari en áður en jafnframt léttari. Dísilvélin hefur sömuleiðis verið uppfærð og er nú sögð bæði öflugri og sparneytnari. Gerðarheiti hennar er D-4D og er hún 2,4 l að rúmtaki.