Glæsivagnar og nytjabílar

The image “http://www.fib.is/myndir/Madridbilasyningin.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

FÍB blaðið heimsótti alþjóðlegu bílasýninguna í Madrid á Spáni undir lok síðasta mánaðar. Sýningin er á nýju sýningarsvæði og svo stór að hún slagar hátt í stóru alþjóðlegu bílasýninguna í Frankfurt sem haldin er annað hvert ár og er með þeim stærstu í heiminum. Aðal skipuleggjandi sýningarinnar í Madrid er spánski rallkappinn Carlos Sainz sem gert hefur garðinn frægan í Dakarrallinu sem ökumaður Volkswagen. Reyndar var keppnisbíll hans á sýningunni ásamt bílum og bílhlutum frá tæplega 50 framleiðendum. Meðal sýningargripa voru nýir bílar og uppfærslur bíla sem þegar eru á markaði.

Meðal þeirra sem kynntu nýjungar voru Volvo, GM, Kia frá Kóreu, Fiat, Audi, Skoda og Peugeot svo einungis fáir séu nefndir. Skoda sýndi hinn nýja fjölskylduvæna Skoda Roomster sem upphaflega var kynntur sem hugmyndarbíll á bílasýningunni í Frankfurt 2001 og vakti þar mikla athygli. Roomster er nú kominn í framleiðslu og er vissulega ekki jafn framúrstefnulegur í útliti eins og frumgerðin í Frankfurt 2001 var, en rúmgóður er hann og sérlega notkunarvænn ef svo má að orði komast. Þetta sést á meðfylgjandi myndum.

Kia frumkynnti með miklu húllumhæi glæýjan bíl, fjölnotabílinn Kia Carens sem er gerbreyttur frá eldri gerð. Carens er ætlað að keppa við fjölnotabíla eins og Opel Zafira sem er mjög vinsæll í Evrópu. Kia hellir sé í samkeppni í þessum flokki bíla með því að bjóða vandaðar innréttingar, mikinn búnað, ekki síst öryggisbúnað, þægindi, nánast lúxus, ásamt talsverðu vélarafli í tveggja lítra dísil- eða bensínvélum og hárri gírun fyrir þægilegan hraðbrautaakstur.

Audi sýndi hinn sportlega Audi TT í nýrri og breyttri útgáfu. TT er afar rennilegur bíll en nokkuð hafa hönnuðirnir þynnt þau sterku sérkenni sem einkenndu eldri gerðina. Þá sýndi Volkswagen nýja sportbílinn EOS sem einmitt var myndaður hér á landi fyrr í vor með mikilli leynd. Svo við höldum okkur enn við sportbílana þá sýndi Opel hinn gullfallega nýja sportbíl, Opel Gti. Óþarft er að fara mörgum orðum um þennan glæsilega sportbíl en meðfylgjandi myndir tala sínu máli. Þá sýndi Mazda frumgerð eða hugmynd að nýjum sportbíl sem þeir nefna Kabura. Mazda hefur augljóslega á að skipa afbragðs hönnunarliði því að allir bílar þeirra er sérlega glæsilegir og fallegir á að líta og þessi nýi hugmyndarbíll er þar ekki undantekning.

Volvo sýndi bæði nýja uppfærslu á jeppanum XC90 og eins nýja bílinn C30 sem er í Golf-stærðarflokknum. Bíllinn er að vísu sýndur sem hugmyndarbíll en er af hálfu Volvo nánast tilbúinn í fjöldaframleiðslu. GM sýndi nokkra af þeim bandarískframleiddu bílum sem boðnir eru Evrópumönnum en einnig hinn nýja sænska Cadillac BLS sem byggður er í verksmiðju Saab í Trollhattan í Svíþjóð. Þá sýndi Toyota hinn nýja Avensis. Á sýningunni lagði Toyota mikið upp úr nýju dísilvélinni í þeim bíl sem er 2ja lítra og uppfyllir hinn nýja stranga mengunarstaðal Euro IV. Myndirnar hér að neðan eru frá sýningunni.

http://www.fib.is/myndir/AudiTT.jpg http://www.fib.is/myndir/AudiTT2.jpg
Hér er hinn nýi Audi TT. Fallegur sportbíll en óneitanlega ekki lengur með hin skörpu sérkenni sem einkenndu eldri gerðina.

http://www.fib.is/myndir/SaenskiCadillac.jpg http://www.fib.is/myndir/Cadillac.styri.jpg
Þetta er hinn nýi Cadillac BLS sem framleiddur er í Saab-verksmiðjunni í Trollhattan í Svíþjóð. Hann fæst bæði með bensín- og dísilvélum. Dísilvélarnar í hann koma frá Fiat. Þetta er fyrsti Cadillac bíllinn nokkru sinni sem alfarið er framleiddur í Evrópu.

http://www.fib.is/myndir/Kia.jpg http://www.fib.is/myndir/lambaket2.jpg
Nýi Kia Carens fjölnotabíllinn sem frumsýndur var í Madrid. Eftir að búið var að afhjúpa bílinn stilltu þessar ungu glæsimeyjar sér upp fyrir framan vagninn.

http://www.fib.is/myndir/MazdaKabura.jpg The image “http://www.fib.is/myndir/MazdaKabura2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Mazda Kabura er eins og flestir aðrir Mazda bílar afar fallegur. Þessi sportbíll er enn á hugmyndarstigi. Á hægri hliðinni eru dyrnar tvöfaldar til að auðvelda innstig í aftursætið.

http://www.fib.is/myndir/OpelGTI1.jpg The image “http://www.fib.is/myndir/OpelGTIaftan.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Hinn nýi sportbíll, Opel GTI er gullfalegur hvar sem á hann er litið.

The image “http://www.fib.is/myndir/Roomster3.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. http://www.fib.is/myndir/Roomsterskott.jpg
Skoda Roomster er alveg nýr bíll frá grunni og uppúr hjá Skoda. Innréttingar bera miðevrópskri smekkvísi vitni. Farangursrýmið er, eins og raunar allur bíllinn, mjög rúmgott. Roomster er athyglisverður alhliða bíll fyrir heimili, ekki síst barnmörg heimili.

The image “http://www.fib.is/myndir/SaabAero.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. The image “http://www.fib.is/myndir/SaabAerohlid.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Saab Aero sportbíllinn er ennþá að minnstakosti á hugmyndarstigi. En það er á hreinu að ekki er auðveldara að setjast inn í og stíga út úr honum en nokkrum öðrum sportbíl.

The image “http://www.fib.is/myndir/Suburban.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/Toyotavetur.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Ekki voru allir bílarnir glænýir. Þess reisulegi vagn tv. er Chevrolet Suburban frá millistríðsárunum. Hann var þarna til að undirstrika tengslin við þann Chevrolet sem GM býður nú Evrópubúum og kemur frá Kóreu. Toyota setti upp smá vetrarríki í 18 stiga Spánarhitanum og „snjórinn“ er hvítur sandur.

http://www.fib.is/myndir/VolvoC30-2.jpg http://www.fib.is/myndir/VolvoC30.jpg
Minnsti Volvoinn sem er af svipaðri stærð og VW Golf er enn á hugmyndarstigi en tilbúinn í framleiðslu.

http://www.fib.is/myndir/VW-EOS2.jpg The image “http://www.fib.is/myndir/VW-EOS3.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Volkswagen EOS sportbíllinn. Hér er verið að loka toppnum á bílnum.