GM slítur viðræðum um samvinnu/sameiningu við Renault og Nissan

http://www.fib.is/myndir/GM_logo_1.jpg  The image “http://www.fib.is/myndir/Renault-logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/Nissan-logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Sl. miðvikudag sleit stjórn General Motors viðræðum við Renault/Nissan samsteypuna um samvinnu eða samruna. Sá sem upphaflega átti hugmyndina að þessum viðræðum var fjárfestirinn hinn 89 ára gamli Kirk Kerkorian sem á um10% hlut í GM. Kerkorian setti sig síðan í samband við Carlos Ghosn forstóra Renault og Nissan og viðræðunefndir voru settar saman til að kanna kosti í stöðunni.

Fulltrúi Kerkorians í stjórn GM hefur verið Jerry nokkur York en hann er nú genginn úr stjórninni og Auto Motor & Sport segir að það sé staðfesting þess að valdabaráttan innan stjórnar GM sé mjög harðnandi.

Ekki er langt síðan bæði GM og Renault/Nissan tilkynntu að viðræðurnar ættu að halda áfram til 15. þessa mánaðar en sl. miðvikudag samþykkti meirihluti stjórnar GM að slíta viðræðunum. Við það sagði Jerry York sig úr stjórninni og gekk á dyr.
Að því er Auto Motor & Sport segir var staða GM-forstjórans Rick Wagoner harla veik fyrir um ári og sterkur orðrómur var uppi um að hann myndi senn taka pokann sinn.  

En síðan þá hefur Wagoner tekist að bæta stöðu bílarisans nokkuð upp á síðkastið. Staðan er að vísu afar erfið enn í móðurlandinu Bandaríkjunum en annarsstaðar, ekki síst í Evrópu og Asíu vegnar GM bara þokkalega. Staða Wagoners hefur því styrkst verulega innan fyrirtækisins, ekki síst innan tólf manna stjórnar þess þar sem hann sjálfur situr í forsæti.