GM stórhuga á næstu árum

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors,  GM, lýsti því yfir í vikunni að allir bílar frá framleiðandanum verði rafknúnir frá 2035.  Rekstur GM hefur gengið með ágætum en heimsfaraldurinn hefur sett strik í reikninginn eins og hjá öðrum bílaframleiðendum. Hagnaður GM lækkaði um 4,5% á árinu 2020 og var alls 6,4 milljarðar dala eftir skatt. Síðasti ársfjórðungur ársins var einstaklega góður.

Útkoman er mun betri en forsvarsmenn fyrirtækisins gerðu sér vonir um og þar á bæ líta menn björtum augum til framtíðar þegar heimsfaraldurinn er að baki. Mary Barra, forstjóri GM, sagði í fjölmiðlum vestan hafs sjá góð tækifæri í stöðunni og engin ástæðan væri til annars en að vera bjartsýn.

Til að standa við þessar skuldbindingar mun GM bjóða upp á rafknúin ökutæki í öllum vörumerkjum eins fljótt og verða má og veita keppinautum verðuga samkeppni. Í sumar kemur á markað Chevrolet Bolt EUV, sem verður fyrsta ökutækið utan Cadillac sem býður upp á Super Cruise. Sá bíll býður upp á fyrsta alvöru handfrjálsa ökumannshjálparkerfi heims.

Snemma á næsta ári er ætlunin að hefja framleiðslu á Cadillac LYRIQ lúxus EV í Spring Hill í Tennessee.