Góð sala í nýjum bifreiðum

Ekkert lát er á góðri sölu á nýjum bílum en á fyrstu þremur vikum maímánaðar seldust alls 2.551 nýjar bifreiðar. Á sama tíma í fyrra seldust alls 3.392 bifreiðar en hafa verður í huga að þá voru 20 dagar virkir í mánuðinum en 14 í ár.

Toyota seldist mest, eða alls 544 bíla. Hyundai kom næst með 324 bíla og Skoda með 231 bíla. BL var söluhæsta umboðið, 675 selda bíla sem gerir um 26,5% hlutdeild. Toyota/Lexus var með 548 selda bíla sem er um 21,5% hlutdeild. Hekla kemur í þriðja sætinu með 449 selda bíla sem er 17,6% hlutdeild.

Sala bílaumboðanna til bílaleiga vegur hæst í sölunni en þær eru um þessar mundir að taka inn nýja bíla fyrir háannatímann sem fram undan er.