Góð skipulagning og útsjónarsemi gerðu Formulu 1 mögulega

Mörgum einstaklingum voru veittar viðurkenningar fyrir árangur og störf á aðalfundi FIA sem fram fór með fjarfundabúnaði í Genf í Sviss í síðustu viku. Fram kom að árið sem nú rennur brátt sitt enda sitt á skeið sé fordæmalaust með. Fjölmörgum atburðum hefur orðið að fresta en með frábærri útsjónarsemi og skipulagningu og nýjustu tækni hefði tekist að halda Formulu 1 og ljúka henni svo sómi var að. Heimsfaraldurinn Covid-19 hefði sett strik í reikninginn á nokkrum sviðum en allir hefðu lagst á eitt og gert það besta úr stöðunni.

Jean Todt, forseti FIA, sagði í ræðu sinni þegar viðurkenningar voru veittar árið 2020 ótrúlegt fyrir margar sakir. Það væri samt ánægulegt og geta verðlauna þá sem unnið hefðu góð afrek á árinu og þá sem unnið hefði ómetanlegt starf í þágu samtakanna. Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á heimsmeistarakeppnina en vertíðin var þegar í gangi þegar hann skall á.

,,Eitt það mikivægasta er að með góðri skipulagningu og útsjónarsemi tókst okkur að halda Formulu 1 og getum fagnað með þeim sem unnu afrek á þeim vettangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum sem gerðu þetta mögulegt,“ sagði Todt.

Ótvíræður sigurvegari tímabilsins var Bretinn Lewis Hamilton sem bar sigur úr býtum í Formula 1. Hamilton kom fyrstur í mark í ellefu keppnum sem er einstakur árangur. Afrek hans á síðustu tveimur árum gera hann að einni stærstu stjörnu í Formula 1 frá upphafi. Persónuleiki hans þykir enn fremur einstakur og þykir eiga stóran þátt í velgengni hans á síðustu árum. Auk verðlauna fyrir Formula 1 var hann sæmdur nokkurum öðrum viðurkenningum fyrir frábæran árangur.

Michael Schumacher, margfaldur Formula 1 meistari, var einnig sæmdur viðurkenningu á lokahófi FIA, og tók Carinna, eiginkona hans, við viðurkenningunni. Þýski ökuþórinn slasaðist alvarlega þegar hann var á skíðum í Meribel í Frönsku-Ölpunum í lok desember 2013.

Fjölskylda Michael Schumacher, sjöfalda heimsmeistarans í Formúlu 1, setti á laggirnar góðgerðarsamtök í hans nafni 2016. Samtökin bera heitið Keep Fighting. Markmið samtakanna er að dreifa þeim boðskap og þeirri trú að uppgjöf sé ekki möguleiki, skilaboðin tengjast ekki aðeins akstursíþróttum. Með stofnun samtakanna vilja þau snúa skelfilegum atburði sem hefur áhrif á alla Schumacher fjölskylduna í eitthvað jákvætt.