Goðsagnapersóna í Árósum

http://www.fib.is/myndir/Stirling-Moss.jpg
Sir Stirling Moss.

Hinn heimsþekkti og goðsagnakenndi breski kappakstursmaður, sir Stirling Moss verður viðstaddur opnun haustsýningar nútímalistasafnsins AroS í Árósum þann 12. október nk. Það er bílamaðurinn og bóndinn, Jóakim prins, yngri sonur Margrétar Danadrottningar sem opnar sýninguna með hina öldnu kappaksturshetju sér við hlið.
Og hversvegna skyldu nú tveir bílamenn vera að opna listsýningu? Jú, sýningin er helguð listrænni kappakstursbílahönnun og heitir Racing Cars – The Art Dimension sem útleggst – Kappakstursbílar og hin listræna vídd.

Blaðamenn víða um heim sem sérhæfa sig í umfjöllun um bíla og allt þeim tengt hafa sýnt þessari sýningu mikinn áhuga enda verða kappakstursbílar í öndveg. Á sýningunni mun m.a. gefa að líta „innsetningu“ eftir myndlistamanninn Ingvar Cronhammar þar sem alls 20 Formúlu 1 og Le Mans bílar eru hlutar myndverksins. Þótt enn séu þrjár vikur í að sýningin verði opnuð hafa þegar birst greinar um hana í stórblöðum eins og Die Welt.

http://www.fib.is/myndir/Stirling-Moss-sigrar.jpg

Sir Stirling Moss keppti á árunum 1948-1962 í alls 497 skipti og sigraði alls 194 sinnum, þar af 16 sinnum í Formúlu 1.