Góður gangur í verksmiðju Nissan í Sunderland

Þrjár milljónir Nissan Qashqai bifreiðar hafa verið framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Sunderland á Bretlandseyjum. Þessum merka áfanga náði bílaverksmiðjan skömmu fyrir áramót en þessi sportjeppi hefur verið á markaði í Evrópu í tíu ár. Þessi bíll kom fyrst á markað 2007 og hefur síðan verið afar vinsæll og unnið til fjölda verlauna.

Verksmiðjan í Sunderland framleiddi hátt í 800 þúsund bíla á síðasta ári og af þeim var Qashqai með um 270 þúsund eintök.

Markaðshlutdeild Nissan var sterk í Evrópu og jókst salan um rúm 12% í Rússlandi og um tæp 10% á Spáni. Þess má geta að sala bifreiða frá fyrirtækinu hefur aldrei verið meiri í Frakklandi.

Nissan verksmiðjurnar í Sunderland er einn stærsti vinnuveitandinn í borginni en alls vinna um 7 þúsund starfsmenn í verksmiðjunni. Langstærsti framleiðslunnar þar fer á erlenda markaði í yfir 130 löndum.

Miklar vonir er bundnar við nýja Leaf-bílinn en eftirspurnin er mikil og er von á því að fyrstu bílarnir komi á markað á næstu vikum. Bíllinn kemur í sölu á Íslandi í byrjun apríl og hafa nú þegar borist um 200 pantanir.