Greiddu á aðra milljón í hraðasektir

Óvenju margir voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi um helgina og greiddu þeir samtals á aðra milljón króna í sekt. Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Sem dæmi er nefnt að 29 ökumenn voru stöðvaðir á varðsvæðum lögreglunnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri, langflestir, eða 19, á vegarkaflanum milli Víkur og Klausturs á sunnudag. Samtals teljara Vegagerðarinnar fóru um 500 bílar um Mýrdalssand í gær.

 Sá sem hraðast ók mældist á 148 kíómetra hraða og á yfir höfði sér háa sekt og sviptingu ökuleyfis í mánuð. Flestir sem staðnir voru að hraðakstri í umdæminu um helgina kusu að klára málið á staðnum með greiðslu sektar, segir í facebookfærslu lögreglunnar, og nam sú upphæð rúmlega einni milljón króna.