Grindavíkurvegur einbreiður í gegnum varnargarð

Búið er að opna fyrir umferð um Grindavíkurveg fyrir íbúa Grindavíkur og viðbragðsaðila. Bílar sem koma frá Grindavík eru í rétti. Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega og virða allar merkingar.

Vegagerðin setti upp nýjar merkingar á Grindavíkurvegi í gær þar sem varnargarður nær inn á veginn er hann á kafla einbreiður. Þar hefur hámarkshraði verið lækkaður í 60 km/klst. Að svo stöddu verður varnargarðurinn ekki fjarlægður af veginum en það verður tekið til endurskoðunar á næstu dögum.

Í gær voru einnig vegaxlir á Grindavíkurvegi lagfærðar eftir malbikunarframkvæmdir. Áætlaði er að viðgerðum ljúki seinnipartinn.